Ný áramótahefð hefst 4. & 5. janúar 2008. Stórsveit Reykjavíkur kemur þá fram í Laugardalshöll, á glæsilegum nýárstónleikum, ásamt risa úr íslensku tónlistarlífi, kónginum sjálfum BUBBA MORTHENS.
Bubba þarf ekki að kynna fyrir neinum en hann hefur verið áberandi í íslenskri menningu síðustu áratugina og tónlist hans hefur eignast sérstakan stað í þjóðarsálinni. Mörg laga hans eru svo greypt í þjóðarvitundina að þau teljast næstum því til þjóðlaga og maðurinn sjálfur er fyrir löngu orðin þjóðareign. Þarf ekki að hafa um það fleiri orð.
Official Website: http://midi.is/tonleikar/1/4982
Added by Bjössi on December 18, 2007